Fótbolti

Lærisveinar Heimis unnu þriðja leikinn í röð

Einar Sigurvinsson skrifar
Heimir byrjar vel í Færeyjum.
Heimir byrjar vel í Færeyjum. vísir/anton
Lærisveinar Heimis Guðjónssonar í HB höfðu betur gegn NSÍ Runavík í færeysku úrvalsdeildinni í dag. Fyrir leikinn í dag voru liðin jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti Betri-deildarinnar. Brynjar Hlöðversson spilaði allan leikinn fyrir HB.

Það var strax á 11. mínútu leiksins sem Pol Johannus Justinussen kom NSÍ yfir. Það var síðan fyrrum leikmaður Keflavíkur, Simun Samuelsen, sem jafnaði metin fyrir HB tíu mínútum fyrir hálfleik.

Það var síðan á 86. mínútu sem Trondur Jensen skoraði og tryggði HB öll stigin þrjú.

Þetta var þriðju sigur HB í röð og er liðið nú með 13 stig í 2. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir KÍ Klaksvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×