Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Misræmis þykir gæta í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda um afstöðu þeirra til loftárása vesturvelda í Sýrlandi og stuðningsyfirlýsingar Atlandshafsbandalagsins við árásirnar. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, rætt við þingmenn frá ýmsum flokkum og Katrín Jakobsdóttir útskýrir málið í beinni útsendingu. 

Einnig verður rætt við fjölskyldu Andra Freys, sem lést aðeins átján ára gamall, þegar hann féll úr rússibana í skemmtigarði á Spáni. Fjölskyldan hefur höfðað einkamál gegn garðinum en opinber rannsókn leiddi í ljós að enginn bæri ábyrgð á slysinu. Í viðtalinu ræðir fjölskyldan einnig áfallið sem þau urðu fyrir en hluti þeirra varð vitni af slysinu. Þau hafa þó aldrei fengið áfallahjálp á þeim fjórum árum síðan Andri lést. 

Við fjöllum einnig um eltihrella en margar konur sem leita til Bjararhlíðar, miðstöðvar þolenda ofbeldis, hafa orðið fyrir að menn áreiti þær eftir að sambandi lýkur. Við hittum einnig vaskar konur sem stunda sjósund og um leið tína rusl úr sjónum. 

Þetta og margt fleira í fréttum okkar á Stöð 2 í opinni dagskrá hér á Vísi og á Bylgjunni klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×