Erlent

Fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna í líknandi meðferð

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Barbara Bush hefur ákveðið í samræmi við lækna að hefja líknandi meðferð sem miðar að því að bæta lífsgæði sjúklings eins og kostur er.
Barbara Bush hefur ákveðið í samræmi við lækna að hefja líknandi meðferð sem miðar að því að bæta lífsgæði sjúklings eins og kostur er.
Barbara Bush, eiginkona George W. Bush eldri, hefur ákveðið í samráði við lækna að hafna frekari læknismeðferð vegna veikinda sinna.

Heilsu Bush sem er 92 ára hefur hrakað mikið undanfarið og hefur hún þurft að verja miklum tíma inni á spítala vegna langvinnrar lungnateppu og hjartasjúkdóms. Í yfirlýsingu frá fjölskyldunni segir að forsetafrúin fyrrverandi hafi ákveðið að afþakka frekari læknismeðferð og þess í stað hefja líknandi meðferð sem miðar að því að bæta lífsgæðin eins og kostur er.

Að því er fram kemur á Huffington Post var Bush lögð inn á spítala með berkjubólgu í byrjun árs 2017.

Barbara og George Bush eldri gengu í hjónaband árið 1945 og eiga saman sex börn en þeirra á meðal er George W. Bush fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×