Innlent

Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Tæplega 180 skemmtiferðaskip koma hingað á næsta ári.
Tæplega 180 skemmtiferðaskip koma hingað á næsta ári. Vísir/Pjetur
Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. Áætlaður heildarfjöldi farþega árið 2018 er þannig vel yfir 147.000. Árið 2008 komu alls 59.308 farþegar með skemmtiferðaskipum hingað til lands og voru skipakomurnar þá 83 talsins. Á síðasta ári voru komurnar 135 og farþegafjöldinn ríflega 128.000 manns.

Þetta kemur fram í minnisblaði Faxaflóahafna um móttöku skemmtiferðaskipa. Þar segir jafnframt að nú þegar sé búið að bóka 178 skipakomur árið 2019 þar sem heildarfarþegarými sé tæplega 191.000. Þannig mun skipakomum fjölga um 6,3 prósent og farþegafjöldinn aukast um 29 prósent.

Þjóðverjar hafa frá árinu 2001 verið stærsti hópur ferðamanna sem hingað koma með skemmtiferðaskipum til Faxaflóahafna, en ferðamenn frá Bandaríkjunum fylgja þar fast á eftir.

Í minnisblaðinu segir jafnframt að brýnt sé að bæta aðstöðu á Skarfabakka í ljósi þessarar fjölgunar. Þetta tekur til betri aðstöðu til innritunar nýrra farþega, geymslu á farangri farþega og aðstöðu til öryggisskoðunar á farangri




Fleiri fréttir

Sjá meira


×