Enski boltinn

Jóhann Berg með jafnmargar stoðsendingar og bæði Mané og Firmino

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Vísir/Getty
Jóhann Berg Guðmundsson gaf sína sjöundu stoðsendingu á tímabilinu í 2-1 sigri Burnley á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Jóhann Berg lagðu upp seinna markið fyrir Kevin Long sem var á endanum markið sem skildi á milli liðanna því Leicester menn minnkuðu muninn í seinni hálfleik.

Jóhann Berg er nú í 13. sæti yfir flestar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni og það lítur út fyrir að hann verði í fyrsta sinn stoðsendingahæsti Íslendingurinn í deildinni. Gylfi Þór Sigurðssion hefur einokað þann titil síðustu tímabil.

Gylfi er meiddur og missir af restinni af tímabilinu en hann hefur gefið þrjár stoðsendingar sem skila honum í 61. sæti listans.

Jóhann Berg er í góðum hópi í 13. sæti stoðsendingalistans en þar eru einnig menn eins Roberto Firmino hjá Liverpool, Willian hjá Chelsea, Romelu Lukaku hjá Manchester United og Sadio Mané hjá Liverpool.

Riyad Mahrez hjá Leicester og Mesut Özil hjá Arsenal hafa síðan báðir aðeins gefið eina stoðsendingu meira en okkar maður.

Kevin De Bruyne hjá Manchester City er efstur með 15 stoðsendingar en liðsfélagar hans eru síðan í næstu tveimur sætum. Leroy Sané er í 2. sæti með 12 stoðsendingar og David Silva er í því þriðja með 11 stoðsendingar.

Efstur af þeim sem spila ekki með Englandsmeisturum Manchester City er Tottenham-maðurinn Dele Alli með 10 stoðsendingar í 4. sætinu.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×