Enski boltinn

Þeir sem spiluðu illa gegn WBA fá ekki séns gegn Spurs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. vísir/getty
Þeir leikmenn sem stóðu sig ekki nógu vel í tapi Manchester United gegn West Bromwich Albion um helgina fá ekki að spila í undanúrslitum enska bikarsins. Þetta sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri United.

Með tapinu varð Manchester City Englandsmeistari, jafntefli eða sigur United hefði þýtt að enn væri tölfræðilegur möguleiki á að ná City. United mætir Bournemouth annað kvöld í deildinni en spilar svo við Tottenham í undanúrslitum bikarkeppninnar á laugardag.

„Ég vel leikmenn bara eftir frammistöðum,“ sagði Mourinho. „Sumir þeirra sem spiluðu gegn West Brom eiga ekki sæti í liðinu í undanúrslitunum á Wembley.“

Þegar Mourinho var beðinn um að staðfesta að þeir sem stóðu sig ekki gegn WBA fengu ekki að spila gegn Tottenham sagði hann: „Já.“

„Hvernig velur maður lið sitt? Eftir frammistöðu. Eða á ég að fara að velja í liðið eftir verðmiðum, launum eða andlitsfegurð?“

Paul Pogba var einn af þeim sem var tekinn af velli á Old Trafford á sunnudag. Mourinho vildi þó ekki gefa það út að Frakkinn fengi ekki sæti í liðinu næstu helgi.

„Paul var tekinn út af því hann var á gulu spjaldi. Hann var ekki verri en sumir aðrir sem spiluðu 90 mínútur.“

„Leikurinn gegn Bournemouth verður tækifæri fyrir nokkra til að vinna sér inn sæti í liðinu gegn Spurs,“ sagði Jose Mourinho.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×