Enski boltinn

Rudiger: Var tekinn úr hóp fyrir að gagnrýna Chelsea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Antonio Rüdiger fagnar marki fyrir Chelsea
Antonio Rüdiger fagnar marki fyrir Chelsea vísir/getty
Antonio Rudiger var ekki í leikmannahóp Chelsea gegn Southampton um helgina þrátt fyrir að vera heill heilsu. Hann segir knattspyrnustjórann hafa sett sig á bekkinn vegna gagnrýni á leikstíl Chelsea.

Rudiger var í byrjunarliðinu í síðasta leik þar á undan, gegn West Ham, sem endaði í 1-1 jafntefli.

Eftir þann leik sagði Rudiger að hann „skildi ekki hvers vegna við föllum alltaf til baka í stöðunni 1-0 og leyfum andstæðingnum að vera meira með boltann.“

Í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF sagði Rudiger að hann hafi „líklega“ verið tekinn út úr hópnum vegna ummæla sinna og það hafi komið honum á óvart.

„Ég meinti þetta ekki sem gagnrýni á neinn einstakling. Ég var bara að fara með staðreynd og átti við okkur alla sem lið,“ sagði Rudiger.

Chelsea kom til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir og vann 2-3 sigur á Southampton á laugardaginn. Liðin mætast aftur í undanúrslitum enska deildarbikarsins um komandi helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×