Viðskipti innlent

Best að selja í október

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Fasteignaviðskipti minnka yfir veturinn en það hitnar í glóðunum þegar marsmánuður gengur í garð.
Fasteignaviðskipti minnka yfir veturinn en það hitnar í glóðunum þegar marsmánuður gengur í garð. Vísir/Vilhelm
Í nýjustu Hagsjá Landsbankans eru skoðuð fasteignaviðskipti eftir mánuðum frá árinu 2003 til ársins 2017. Í ljós kemur að október er sá mánuður þar sem flest fasteignaviðskipti ganga í gegn. Þar á eftir kemur marsmánuður en í kjölfar hans koma september og nóvember. Landinn virðist því helst vera í kauphugleiðingum á haustin.

Janúar sker sig úr sem mánuðurinn þar sem minnst viðskipti eru með fasteignir en þau eru fjórðungi færri en í meðalmánuðinum. Viðskipti eru einnig undir meðaltali í bæði desember og febrúar. Vetrarmánuðirnir virðast því síst vænlegir til sölu.

Þessar niðurstöður mætti því túlka, heldur frjálslega, á þann hátt að best sé að setja eignina á sölu í kring um mánaðarmót ágústs og septembers. Hafi hún þó hins vegar ekki selst áður en desember gengur í garð er hætt við vetrarharðindum.

 


Tengdar fréttir

Sjö lóðir í borginni eyrnamerktar ungu fólki

Tillaga þess efnis að sjö svæði og lóðir í Reykjavík verði ætluð uppbyggingu fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×