Viðskipti innlent

Innflytjendur á vinnumarkaði aldrei fleiri

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Í tölum Hagstofunnar telst innflytjandi vera sá sem fæddur er erlendis og foreldrar og báðir afar og ömmur eru fædd erlendis.
Í tölum Hagstofunnar telst innflytjandi vera sá sem fæddur er erlendis og foreldrar og báðir afar og ömmur eru fædd erlendis. VÍSIR/VILHELM
Árið 2017 voru 16,5 prósent starfandi fólks á vinnumarkaði hérlendis innflytjendur. Hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði hefur aldrei verið hærra. Þetta má lesa úr tölum frá Hagstofunni.

Rúmlega 190 þúsund manns voru á vinnumarkaði og voru tæplega 53 prósent þeirra karlmenn. 97 prósent starfandi einstaklinga á vinnumarkaðnum voru með skráð lögheimili hér á landi. 83,7 prósent innflytjenda á vinnumarkaðnum voru með lögheimili skráð hér á landi.

Sjá einnig: Tölur líklega vanmetnar



Í tölum Hagstofunnar telst innflytjandi vera sá sem fæddur er erlendis og foreldrar og báðir afar og ömmur eru fædd erlendis. Aðrir teljast hafa einhvern íslenskan bakgrunn.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×