Sport

Gunnar kominn í glímugallann og æfir með sérfræðingi frá Kanada

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson í gimlet-gallanum.
Gunnar Nelson í gimlet-gallanum. mynd/mjölnir
Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttamaður þjóðarinnar, er nú á fullu í undirbúningi fyrir UFC-bardagakvöldið í Liverpool 27. maí þar sem að hann mætir Bandaríkjamanninum Neil Magny.

Gunnar þarf að koma til baka eftir svekkjandi tap gegn Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio í Glasgow síðasta sumar en Magny er stórt nafn í bransanum sem hefur unnið nokkra stóra bardagakappa.

Í undirbúningi fyrir alla bardaga er sérfræðingum í hinum og þessum bardagalistum og glímugreinum flogið til landsins til þess að aðstoða Gunnar og gera hann eins kláran og mögulegt er.

Í Fésbókarfærslu á heimasíðu Mjölnis segir að einn af þeim sem komi reglulega sé Kanadamaðurinn Matt Miller sem keppir í ólympískri glímu. Gunnar tekur nokkrar æfingar í slíkri list á móti Miller í undirbúningi sínum.

Þegar keppt er í ólympískri glímu klæðast menn singlet en það er stranglega bannað í UFC. Gunnar skellti sér nú samt í gallann á æfingunni á móti Miller og tók sig vel út í þessum þrönga keppnisbúningi.

Gunnar var á Írlandi á dögunum að æfa og kenna sem var hluti af undirbúningi fyrir bardagann á móti Magny sem verður annar af tveimur aðalbardögum kvöldsins í Liverpool í lok maí.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×