Körfubolti

„Bóndinn frá Íslandi“ er sagður áhugaverðasti leikmaðurinn í nýliðavalinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason gæti spilað í NBA-deildinni næsta vetur.
Tryggvi Snær Hlinason gæti spilað í NBA-deildinni næsta vetur. Vísir

Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, gaf það út í gær að hann ætlar að gefa kost á sér í nýliðaval NBA-deildarinnar í sumar. Tryggvi hefur náð ótrúlega langt á skömmum tíma en aðeins eru fimm ár síðan að þessi rólegi risi úr Bárðardalnum byrjaði að æfa körfubolta.

Hann sló í gegn með U20 ára landsliðinu á EM síðasta sumar og var svo í leikmannahóp A-landsliðsins á EM í Finnlandi í fyrra. Eftir aðeins eina leiktíð í Domino´s-deildinni var hann fenginn til Valencia sem er eitt besta lið Evrópu.

Fjallað er um Tryggva á heimasíðu götublaðsins New York Post undir fyrirsögninni: „Bóndinn frá Íslandi er áhugaverðasti leikmaðurinn í nýliðavalinu.“

Þar er byrjað á því að segja að Tryggvi hafi stundum verið fastur heima hjá sér svo vikum skipti þar sem snjórinn var svo mikill og þykkur og í rauninni hafi hann ekkert annað þurft að fara.

Sagt er að ellefu af 917 íbúum Þingeyjarsveitar hafi búið á bóndabænum hans Tryggva þar sem að hann ók um á traktor, sló grasið og rak kindur á fjöll. Nú er þesi tvítugi piltur að undirbúa sig fyrir lífið í NBA-deildinni.

Tryggvi var frábær á EM U20 í fyrra þar sem að hann skoraði 16 stig og tók tólf fráköst að meðaltali í leik en íslenska liðið endaði í áttunda sæti A-deildarinnar.

Ef Tryggvi stendur við það að gefa kost á sér en hættir ekki við er búist við því að hann verði valinn í annarri umferð og verði annar Íslendingurinn á eftir Pétri Guðmundssyni til að spila í NBA-deildinni.

NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.