Fótbolti

Sirkusbjörn afhenti boltann fyrir leik | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta sérðu ekki á hverjum degi.
Þetta sérðu ekki á hverjum degi.

Dýraverndunarsamtök eru brjáluð þar sem sirkusbjörn var notaður til þess að afhenda boltann fyrir leik í 3. deildinni í Rússlandi á dögunum.

Þetta magnaða atvik átti sér stað fyrir leik Mashuk-KMV og Anghust og vakti mikla lukku hjá þeim sem voru á vellinum þó svo PETA hafi ekki verið jafn ánægt með þetta.

Fólk trúði vart sínum eigin augum er sirkusbjörninn Tim kom í rólegheitum inn á völlinn og klappaði með áhorfendum. Hann tók síðan boltann og afhenti dómaranum hann.

Annað liðanna lét hafa eftir sér að Tim myndi einnig koma við sögu í setningarhátíð HM en FIFA segir það ekki vera réttAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.