Lífið

JóiPé og Króli berir að ofan í kjallaraholu að semja tónlist

Stefán Árni Pálsson skrifar
Króli og JóiPé eru þeir allra heitustu í dag.
Króli og JóiPé eru þeir allra heitustu í dag.

Rappararnir JóiPé og Króli voru berir að ofan að í tólf klukkutíma þegar þeir sömdu tónlistina fyrir síðustu plötu þeirra Gerviglingur. 

Í gær gáfu þeir út lagið Þráhyggju  og einnig myndband en það má finna á nýju plötunni frá þeim félögum sem heitir Afsakið hlé og kemur út á morgun.

Þeir segjast hafa ákveðið að fara nýjar leiðir við upptökurnar en á plötunni má finna ballöðu þar sem þeir báðir syngja og rappa.

JóiPé og Króli eru í skemmtilegu viðtali í myndbandi sem framleitt er af fyrirtækinu Origo og eru þeir í miklu stuði eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. 

Á kafla í viðtalinu fer það í raun út í algjöra vitleysu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.