Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem halda Meistaradeildarvonum Chelsea á lífi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Harry Kane bætti við marki í gær.
Harry Kane bætti við marki í gær. vísir/getty
Nýliðar Brighton fóru langt með að tryggja veru sína í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Tottenham á heimavelli.

Harry Kane skoraði 26. mark sitt á leiktíðinni og er nú fjórum mörkum á eftir Mohamed Salah í barátunni um gullskóinn en Spurs á fjóra leiki eftir líkt og Liverpool.

Brighton er með 36 stig í 13. sæti deildarinnar, átta stigum á undan Southampton sem er í 18. sæti með 28 stig en á eftir fimm leiki.

Tottenham er með 68 stig í fjórða sæti, átta stigum meira en Chelsea sem er í fimmta sætinu en þetta jafntefli heldur Meistaradeildarvonum Chelsea-manna á lífi.

Chelsea getur með sigri á Burnley annað kvöld minnkað muninn á milli sín og Spurs niður í fimm stig og þá eiga bæði lið eftir fjóra leiki með tólf stig í pottinum.

Pascal Gross jafnaði metin fyrir Brighton úr vítaspyrnu í gærkvöldi en mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×