Viðskipti innlent

Áfram hægir á hækkunartakti íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu

Gissur Sigurðsson skrifar
Tæplega 600 kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í mars.
Tæplega 600 kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í mars. Vísir/VIlhelm
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,1 prósent í síðasta mánuði samkvæmt nýjustu tölum Þjóðskrár Íslands. Verð í fjölbýli hækkaði að vísu um 0,2 prósent í mánuðinum, en verð í sérbýli lækkaði um 1,1 prósent. Áfram hægir á 12 mánaða hækkunartakti íbúðaverðs á svæðinu samkvæmt tölum Íbúðalánasjóðs.

Þannig hefur íbúðaverðið hækkað um 7,7 prósent síðustu 12 mánuði sem er minni árshækkun en mælst hefur síðan í mars árið 2016, þegar 12 mánaða hækkun mældist álíka og núna. Tæplega 600 kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í mars, sem er 18 prósentum færri en í mars í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×