Enski boltinn

Kane lætur nettröllin ekki raska ró sinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kane klappar bara fyrir nettröllunum sem trufla hann ekki neitt.
Kane klappar bara fyrir nettröllunum sem trufla hann ekki neitt. vísir/getty
Mikið grín hefur verið gert að Harry Kane á Twitter síðan hann fékk mark Christian Eriksen gegn Stoke skráð á sig.

Kane sagði að boltinn hefði haft viðkomu í sér á leið í markið og því ætti að skrá markið á hann. Enska knattspyrnusambandið var einhverra hluta vegna sammála því og skráði markið á hann.





Kane er í harðri baráttu við Mo Salah um gullskóinn á Englandi og viðbrögð Salah hér að ofan segja í raun allt sem segja þarf.

Þó svo Kane hafi fengið markið skráð á sig þá er hann enn fjórum mörkum á eftir Salah. Hann lætur alla þessa gagnrýni og brandara á samfélagsmiðlum ekki trufla sig.

„Fólk vill alltaf taka þátt í svona múgæsingu og skemmta sér á samfélagsmiðlum. Mín vinna er aftur á móti að vera á vellinum og gera mitt besta fyrir liðið,“ sagði Kane.

„Þetta er bara hluti af pakkanum í dag að glíma við svona. Fólk má hafa sína skoðun en það truflar mig nákvæmlega ekki neitt. Fólk má hlæja en ég einbeiti mér bara að vinnunni minni.“

Hér að neðan má svo sjá nokkur dæmi um hvernig búið er að gera grín að Kane á Twitter síðustu daga. Það er ekki bara bolurinn sem spólar í Kane heldur aðrir leikmenn, sjónvarpsmenn og jafnvel félög.





 



 



 



 



 



 



 



 



 



 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×