Enski boltinn

Sjáðu Salah veita ensku blaðamönnunum sjaldgæft viðtal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah.
Mohamed Salah. Vísir/Getty
Mohamed Salah hefur verið frábær á fyrsta tímabili sínu með Liverpool og er þegar kominn með 40 mörk í öllum keppnum. Ensku blaðamennirnir hafa séð minna af honum utan vallar.

Mohamed Salah skoraði stórglæsilegt skallamark í sigrinum á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og veitti síðan blaðamönnum sjaldgæft viðtal eftir leik.

Egyptinn hefur ekki verið mikið að gefa kost á sér í viðtöl á tímabilinu til þess en núna gaf hann færi á sér.

Það má sjá Mohamed Salah tala við ensku blaðamennina eftir leik í myndbandi á Youtube-síðu Liverpool þar sem sýnt var á bak við tjöldin frá 3-0 sigrinum á Bournemouth á Anfield.

Þar má sjá nýtt sjónarhorn á leikinn sjálfan en einnig myndir frá leikmannagöngunum á Anfield og hvað tók við hjá nokkrum leikmönnum Liverpool-liðsins eftir leikinn.

Myndbandið er aðgengilegt hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×