Fótbolti

Kjartan og Rúnar skildu jafnir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kjartan komst ekki á blað í dag
Kjartan komst ekki á blað í dag vísir/getty
Kjartan Henry Finnbogasyni tókst ekki að skora framhjá Rúnari Alex Rúnarssyni þegar þeir mættust í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Liðsfélagar hans settu þó tvö mörk á íslenska landsliðsmarkvörðinn, en leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.

Kjartan Henry byrjaði á bekknum en kom inn á 34. mínútu fyrir Færeyinginn Hallur Hansson.

Fyrir leikinn í kvöld var Horsens í neðsta sæti í riðli toppliðanna sex úr dönsku deildinni þar sem barist er um danska meistaratitilinn. Nordsjælland var í þriðja sæti, 16 stigum á eftir Midtjylland og Bröndby. Staða liðanna breyttist lítið miðað við úrslitin, Nordsjælland minnkaði forskot toppliðanna um eitt stig en þau eiga leik til góða.

Í hinum enda deildarinnar gerði Hannes Þór Halldórsson 1-1 jafntefli ásamt liðsfélögum sínum í Randers þegar þeir tóku á móti Ödense. Randers er í þriðja og næst síðasta sæti í fallbarátturiðlinum, tveimur stigum fyrir ofan Lyngby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×