Smalling og Lukaku tryggðu United þrjú stig

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn United fagna öðru marka sinna í kvöld
Leikmenn United fagna öðru marka sinna í kvöld Vísir/Getty
Manchester United hafði betur gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Chris Smalling og Romelu Lukaku gerðu mörk United í leiknum sem fór 2-0 fyrir gestina.

Heimamenn í Bournemouth voru ferskir í upphafi leiks en United náði undirtökunum eftir fyrsta markið sem Chris Smalling gerði eftir frábæra sendingu Ander Herrera inn á Jesse Lingard eftir hornspyrnu. Lingard fann svo Smalling í teignum.

United byrjaði seinni hálfleikinn af krafti en heimamenn áttu nokkur góð marktækifæri og hefðu vel getað jafnað leikinn. Hins vegar skoraði Romelu Lukaku annað mark United á 70. mínútu, aðeins sjö mínútum eftir að hafa komið inn sem varamaður.

Markið kom eftir skyndisókn, Paul Pogba átti markvissa sendingu inn í hlaupaleið Lukaku sem kláraði örugglega yfir Asmir Begovic í markinu.

Þrisvar vildu leikmenn Bournemouth fá dæmda vítaspyrnu í leiknum en Graham Scott, dómari leiksins, var ekki á þeim bókunum og náðu leikmenn Bournemouth ekki að koma boltanum í markið þrátt fyrir að hafa skapað sér nokkuð af góðum færum.

Sigurinn gerir lítði fyrir Manchester United. Liðið missti formlega af Englandsmeistaratitlinum með tapinu gegn WBA um síðustu helgi og er nokkuð öruggt með sæti í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. Bournemouth mátti einnig alveg við því að missa af stigum í þessum leik, liðið er með 38 stig í 11. sæti, 10 stigum frá fallsæti þegar það á þrjá leiki eftir. Öll hin liðin í neðri hlutanum eiga þó 1-2 leiki til góða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira