Enski boltinn

Mourinho: Þægilegur leikur fyrir okkur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mourinho var brjálaður eftir leikinn á sunnudaginn
Mourinho var brjálaður eftir leikinn á sunnudaginn vísir/afp
Jose Mourinho var mun ánægðari með frammistöðu sinna manna í Manchester United eftir sigurinn á Bournemouth í kvöld heldur en tapið gegn WBA um helgina þar sem hann gagnrýndi leikmenn sína harðlega.

Mourinho sagði marga menn eiga það á hættu að verða teknir úr byrjunarliðinu í undanúrslitunum í bikarkeppninni gegn Tottenham um næstu helgi miðað við spilamennskuna á sunnudaginn síðasta. Hann gerði sjö breytingar á liði sínu fyrir leikinn í kvöld.

En var frammistaðan betri í kvöld? „Engin spurning. Boltinn flaut á milli manna og leikmennirnir hlupu í sóknarsinnaðar stöður,“ sagði Mourinho eftir leikinn.

„Frammistaðan byggðist á góðu hugarfari, atvinnumensku og sigurvilja.“

„Þetta var nokkuð þægilegt fyrir okkur því leikmennirnir spiluðu saman sem heild.“

Mourinho sagði eftir leikinn á sunnudag að það væru möguleikar á að krækja í byrjunarliðssæti gegn Tottenham í þessum leik í kvöld. Nýttu einhverjir sér það?

„Ég mun ekki stilla fram þessu byrjunarliði. Ég mun spila Antonio Valencia, Nemanja Matic og Romelu Lukaku. Þessir 11 leikmenn sem spiluðu í kvöld sögðu mér að þeir vildu spila og þeir eru tilbúnir,“ sagði Jose Mourinho.


Tengdar fréttir

Þeir sem spiluðu illa gegn WBA fá ekki séns gegn Spurs

Þeir leikmenn sem stóðu sig ekki nógu vel í tapi Manchester United gegn West Bromwich Albion um helgina fá ekki að spila í undanúrslitum enska bikarsins. Þetta sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×