Lífið

Söngleikur um Tinu Turner frumsýndur

Benedikt Bóas skrifar
Tina Turner var hress sem fyrr þegar hún kom í Aldwych-leikhúsið á þriðjudag.
Tina Turner var hress sem fyrr þegar hún kom í Aldwych-leikhúsið á þriðjudag. Vísir/getty
Tina Turner hefur haft heldur hljótt um sig undanfarin ár og forðast sviðsljósið. En hún var mætt í Aldwych-leikhúsið í London á þriðjudag til að sjá frumsýninguna á söngleiknum um sig sjálfa.

Fyrir sýninguna reis fólk úr sætum og hyllti Turner sem er orðin 78 ára. Sýningin hefur fengið glimrandi dóma og meðal annars frá Turner sjálfri.

„Í fyrsta lagi var erfitt að sjá einhvern annan gera það sem ég hef verið að gera undanfarin 40 ár. Ég er fullkomnunarsinni og vil að hlutirnir séu gerðir vel. Þegar ég sá hvað þetta var vel gert fylltist ég stolti. Leikkonan gerði mig stolta,“ sagði Turner við BBC eftir sýningu.

Adrienne Warren leikur Tinu en hún hefur meðal annars leikið í Dreamgirls og Orange Is the New Black og þykir standa sig með prýði á sviðinu. Henni tókst það sem fáum hefur tekist – að fara í skóna hennar Tinu

Að sjálfsögðu steig dívan á svið með leikstjóranum og aðalleikkonunni, Adrienne Warren.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×