Innlent

Fyrsta málið til Hæstaréttar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ákæruvaldið féllst á beiðni verjanda um áfrýjun.
Ákæruvaldið féllst á beiðni verjanda um áfrýjun. Vísir/GVA
Hæstiréttur samþykkti í fyrradag beiðni um leyfi til áfrýjunar á tilteknum dómi Landsréttar í sakamáli.

Verjandi í málinu setti beiðnina fram með vísan til þess að meðal dómara í málinu fyrir Landsrétti hefði verið Arnfríður Einarsdóttir.

Hún væri ekki með réttu handhafi dómsvalds því að skipun hennar í embætti hefði ekki verið samkvæmt lögum. Á vef Hæstaréttar kemur fram að ákæruvaldið hafi fallist á beiðnina.

Þetta verður fyrsta málið sem kemur til meðferðar í Hæstarétti eftir að Landsréttur var stofnaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×