Erlent

Pútín vill lækka spennustigið

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Vladímír Pútín, forseti Rússlands.
Vladímír Pútín, forseti Rússlands. Vísir/epa
Eftir að Bandaríkin og Rússland komust nálægt beinum átökum í Sýrlandi og í ljósi mikilla áhrifa viðskiptaþvingana á rússneska hagkerfið vill Vladímír Pútín, forseti Rússlands, reyna að minnka togstreitu milli Rússa og Vesturlanda.

Bloomberg greinir frá því að forsetinn vilji „gefa Trump annan séns“ til að standa við orð sín um að bæta samband ríkjanna.

Einn heimildarmannanna sagði jafnframt að yfirvöld í Moskvu hefðu skipað rússneskum embættismönnum að draga úr harðri gagnrýni þeirra á Bandaríkin.

Þessi stefnubreyting hjá Pútin er sögð geta útskýrt þá ákvörðun rússneska þingsins, sem tekin var á mánudaginn, að draga til baka frumvarp sem hefði innleitt gagnþvinganir gegn bandarískum fyrirtækjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×