Innlent

Íslendingur fær námsstyrk úr sjóð Bill og Melindu Gates

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bergþór Traustason
Bergþór Traustason
Bergþór Traustason, BS-nemi í verkfræðilegri eðlisfræði í Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk frá Cambridge-háskóla í Bretlandi til að hefja framhaldsnám í líftækni í haust.

Bergþór er meðal tæplega hundrað erlendra nemenda sem valdir voru úr hópi nærri sex þúsund umsækjenda um styrk til náms við skólann, segir á vef Háskóla Íslands.

Styrkurinn er veittur innan svokallaðrar Gates Cambridge styrkjaáætlunar sem er sú virtasta sem erlendum nemendum við Cambridge býðst. Áætlunin byggist á framlagi Bill and Melinda Gates Foundation til Cambridge-háskóla árið 2000.

Bergþór lýkur BS-námi í verkfræðilegri eðlisfræði frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×