Enski boltinn

Alonso í þriggja leikja bann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Marcos Alonso
Marcos Alonso Vísir/Getty
Marcos Alonso mun ekki vera í liði Chelsea gegn Southampton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar en hann var dæmdur í þriggja leikja bann af enska knattspyrnusambandinu í dag.

Varnarmaðurinn var ákærður fyrir brot sitt á Shane Long í leik Chelsea og Southampton í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Bannið tekur gildi strax í dag og verður Alonso því ekki með gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í kvöld. Þá missir hann einnig af deildarleik gegn Swansea í lok mánaðarins.

Spánverjinn var eini fulltrúi Chelsea í úrvalsliði ensku deildarinnar sem valið var af leikmannasamtökunum í gær. Fjarvera hans verður því stórt skarð í liði Chelsea.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×