Erlent

Barnfóstra dæmd fyrir morð á tveimur börnum

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Yoselyn Ortega situr hér fyrir rétti.
Yoselyn Ortega situr hér fyrir rétti. VISIR / GETTY
Fyrrverandi barnfóstran Yoselyn Ortega hefur verið dæmd fyrir morð á tveimur börnum sem hún vann við að gæta. Atburðirnir áttu sér stað á Manhattan árið 2012. Börnin hétu Leo og Lucia Krim og voru tveggja og sex ára gömul.

Móðir barnanna, Marina Krim, kom heim ásamt þriggja ára dóttur sinni til að gá að börnunum eftir að Lucia, hin elsta, hafði ekki mætt í danstíma. Hún kom þá að barnfóstrunni að skera sjálfa sig á háls. Í kjölfarið kom hún að líkum barna sinna í baðkari fjölskyldunnar.

Þegar lögregla kom á staðinn komu þau að Marinu í móðursýkiskasti þar sem hún hélt utan um eftirlifandi barn sitt, hina þriggja ára Nessie.

Við réttarhöldin bar verjandi barnfóstrunnar Yoselyn því við að hún væri veik á geði og gæti ekki talist ábyrg fyrir gjörðum sínum. Kviðdómur tók ekki undir þau rök heldur þóttu morðin bera augljós einkenni þess að lagt hafi verið á ráðin um þau og var Yoselyn Ortega því dæmd sek.

BBC greinir frá.

 


Tengdar fréttir

Morðóða barnfóstran lýsir yfir sakleysi

Barnfóstran Yoselyn Ortega, sem sökuð er um að hafa orðið tveimur börnum að bana í íbúð í Manhattan í október síðastliðnum, hefur lýst yfir sakleysi sínu.

Fóstra ákærð fyrir morð tveimur börnum

Yfirvöld í New York hafa ákært barnfóstruna Yoselyn Ortega fyrir að hafa orðið tveimur börnum að bana í íbúð í Manhattan í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×