Enski boltinn

Dyche: Erum ekki topplið en við nálgumst þau

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sean Dyche
Sean Dyche vísir/getty
Sean Dyche var þokkalega ánægður með frammistöðu sinna manna í Burnley þrátt fyrir tap gegn Chelsea á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Chelsea vann leikinn 2-1, Victor Moses skoraði sigurmarkið örfáum mínútum eftir að skot Jóhanns Bergs Guðmundssonar fór af Ashley Barnes og í netið og jafnaði leikinn fyrir Burnley.

„Það er búið að vera mikið tal í kringum þá [Chelsea] en þeir eru enn topplið. Ég er virkilega ánægður með hugarfarið okkar og hvernig það hefur vaxið,“ sagði Dyche eftir leikinn.

„Það er ekki auðvelt að koma til baka eftir að lenda undir en við gerðum það. Ég er virkilega ánægður með hvernig við höfum staðið okkur á tímabilinu og við erum að nálgast þessi topplið.“

Burnley hefði getað farið upp fyrir Arsenal í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri og er enn í góðum séns að ná sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili þar sem 6. og mögulega 7. sæti deildarinnar gefa aðgang þangað.

„Við erum ekki topplið og við erum ekki nálægt þeim liðum ennþá, en við höfum fært okkur nær,“ sagði Sean Dyche.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×