Körfubolti

Celtics hafði betur í uppgjöri toppliðanna │Myndbönd

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Marcus Morris fór fyrir Celtics í nótt.
Marcus Morris fór fyrir Celtics í nótt. Vísir/Getty
Fimm leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar í nótt. Boston Celtics vann ellefu stiga sigur á Toronto Raptors í uppgjöri tveggja efstu liða austurdeildarinnar en þrátt fyrir það trónir Raptors enn á toppnum.

Celtics leikur án sinnar skærustu stjörnu þessi dægrin þar sem Kyrie Irving glímir við meiðsli en það kom ekki að sök í nótt. Marcus Morris var atkvæðamestur með 25 stig af bekknum og Jayson Tatum skoraði 24 stig. Hjá Raptors var DeMar DeRozan stigahæstur með 32 stig.



Kevin Durant fór mikinn og gerði 27 stig þegar Golden State Warriors vann öruggan útisigur á Sacramento Kings, 96-112. Stephen Curry ekki með meisturunum vegna meiðsla. 



Brooklyn Nets vann dramatískan eins stigs sigur á Miami Heat í framlengdum leik, 109-110.





Úrslit næt­ur­inn­ar

Washingt­on Wiz­ards 107-93 Char­lotte Hornets

New York Knicks 109-115 Detroit Pist­ons

Bost­on Celtics 110-99 Toronto Raptors

Miami Heat 109-110 Brook­lyn Nets 

Sacra­mento Kings 96-112 Gold­en State Warri­ors

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×