Innlent

Þurftu að lenda á Egilsstöðum vegna snjókomu í Keflavík

Birgir Olgeirsson skrifar
Að minnsta kosti fjórar vélar Icelandair þurftu frá að hverfa vegna snjókomu í Keflavík.
Að minnsta kosti fjórar vélar Icelandair þurftu frá að hverfa vegna snjókomu í Keflavík. Vísir
Sex farþegaþotur Icelandair þurftu að lenda á Egilsstaðaflugvelli og Akureyrarflugvelli vegna mikillar ofankomu í Keflavík. Röskun hefur orðið á flugi frá Keflavíkurflugvelli vegna ofankomu. 

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að alls hafi sex vélum Icelandair verið snúið frá Keflavíkurflugvelli vegna snjókomu í morgun. Tvær þeirra lentu á Akureyrarflugvelli en fjórar á Egilsstaðaflugvelli. 

Farþegum var hleypt úr tveimur vélum á Egilsstöðum þar sem flugáhafnir voru fallnar á tíma og þarf að senda nýjar áhafnir austur. Þeim farþegum verður flogið til Keflavíkur eftir hádegi.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 09:30

Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×