Erlent

Falcon 9 og Dragon fara á loft í dag

Sylvía Hall skrifar
Falcon 9 eldflaug SpaceX fer í sinn annan leiðangur til alþjóðlegu geimstöðvarinnar í dag.
Falcon 9 eldflaug SpaceX fer í sinn annan leiðangur til alþjóðlegu geimstöðvarinnar í dag. SpaceX
Fyrirtækið SpaceX mun skjóta á loft eldflauginni Falcon 9 og geimfarinu Dragon í dag. Tilgangur leiðangursins er að fara með vistir í alþjóðlegu geimstöðina. Þetta er fjórtándi leiðangur SpaceX með vistir í geimstöðina og í annað skiptið sem þessi tiltekna Falcon 9 flaug er notuð í slíka sendiför.



Geimfarið mun ná til alþjóðlegu geimstöðvarinnar á miðvikudag. Skotið verður frá Cape Canaveral í Bandaríkjunum klukkan 20:30 á íslenskum tíma ef allt gengur að óskum. Með í för er um 2,6 tonn af ýmsum varningi sem ætlaður er geimstöðinni.

 

Fylgjast má með skotinu í beinni útsendingu í kvöld í myndbandinu að neðan. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×