Körfubolti

Varamaður tryggði Villanova sinn annan titil á þremur árum með draumaleik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Félagi DiVincenzo þakkar honum hér fyrir að vinna leikinn.
Félagi DiVincenzo þakkar honum hér fyrir að vinna leikinn. vísir/getty
Það eru draumamánuðir hjá íþróttaáhugamönnum í Philadelphia því háskólalið Villanova í körfubolta varð meistari í nótt og NFL-lið borgarinnar vann Super Bowl leikinn í febrúar.

Villanova skellti Michigan, 79-62, í úrslitaleiknum í nótt en þetta var annar titill liðsins á þremur árum. Þriðji titill skólans í sögunni en sá fyrsti kom árið 1985.

Villanova er verðskuldaður meistari en liðið vann alla sína leiki í March Madness með að minnsta kosti tíu stiga mun. Aðeins fjórði skólinn sem nær þeim árangri og liðið er líklegt til afreka að ári.





Stjarna liðsins, Jalen Brunson, skoraði níu stig í nótt en oftar en ekki er ný stjarnan í liðinu á hverju kvöldi. Að þessu sinni var það varamaðurinn Donte DiVincenzo sem skoraði 31 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað á ferlinum. Strákurinn kann að toppa á réttum tíma.

Rúmlega 67 þúsund manns sáu úrslitaleikinn í San Antonio og stemningin var eftir því.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×