Innlent

Vilja lóga hundi eftir árás á fimm ára dreng í Kópavogi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Hundurinn er af tegundinni Alaskan Malamute. Það skal tekið fram að hundurinn á myndinni er ekki sá sem um ræðir heldur er þetta þýskur hundur af sömu tegund.
Hundurinn er af tegundinni Alaskan Malamute. Það skal tekið fram að hundurinn á myndinni er ekki sá sem um ræðir heldur er þetta þýskur hundur af sömu tegund. vísir/getty
Eigendur hunds af tegundinni Alaska Malamute hafa beðið um að dýrið verði aflífað eftir að hann beit fimm ára dreng á föstudaginn langa. Þetta segir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi.

Hundurinn beit fimm ára dreng á föstudaginn langa með þeim afleiðingum að drengurinn hlaut slæman skurð í andlitið.

Mbl.is greindi fyrst frá og þar kemur fram að alls hafi 80 spor verið saumuð í andlit drengsins vegna bitsins.

„Hundurinn var í bandi fyrir utan hús eigenda. Drengurinn fór þarna til að kjassa hundinn sem svo bítur hann,“ segir Gunnar í samtali við Vísi.

Lögreglan tók hundinn og kom honum fyrir í geymslu þar sem hann er enn að sögn Gunnars. Hann segir að eigendur hundsins hafi farið fram á að hundurinn verði aflífaður og það verði gert, en að því er fram kemur í frétt Mbl.is hefur sami hundur áður ráðist á póstburðarmann.

Veist þú meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×