Lífið

Ari stígur annar á svið í Lissabon

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í Söngvakeppni sjónvarpsins.
Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í Söngvakeppni sjónvarpsins. RÚV
Ari Ólafsson verður annar á sviðið á fyrra undanúrslitakvöldinu í Lissabon þann 8. maí en þá flytur hann lagið Our Choice í Eurovision.

Forsvarsmenn keppninnar greindu frá þessu fyrir stundu en framlag Aserbaísjan verður flutt fyrst á þriðjudagskvöldinu. Albanir koma síðan strax á eftir okkur Íslendingum.

Seinna undanúrslitakvöldið fer fram 10. maí og lokakvöldið verður síðan 12. maí í MEO höllinni í Lissabon sem tekur um tuttugu þúsund manns.

Framlag Íslands var sömuleiðis annað á svið árið 2012 þegar Jónsi og Greta Salóme fluttu lagið Never Forget. Lagið komst upp úr riðlinum í áttunda sæti en hafnaði svo í 20. sæti úrslitakvöldið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×