Körfubolti

Vélin farin að hitna hjá Cleveland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron er kominn í gamla formið með sínu liði.
LeBron er kominn í gamla formið með sínu liði. vísir/getty
LeBron James og hinir strákarnir í Cleveland Cavaliers eru heldur betur að komast í úrslitakeppnisgírinn en liðið vann í nótt sinn níunda leik í síðustu tíu leikjum sínum.

Að þessu sinni skellti Cleveland efsta liði Austurdeildarinnar, Toronto Raptors, þar sem James skoraði 27 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Cleveland er nú í þriðja sæti í austrinu.

Kevin Durant skoraði svo 34 stig fyrir Golden State í sigri á hans gamla félagi, Oklahoma City Thunder. Russell Westbrook skoraði 44 stig og tók 16 fráköst fyrir Thunder en það dugði ekki til.

Philadelphia er sömuleiðis á siglingu en liðið vann í nótt sinn ellefta leik í röð er það mætti Brooklyn.

Úrslit:

Philadelphia 76ers 121-95 Brooklyn Nets

Cleveland Cavaliers 112-106 Toronto Raptors

Houston Rockets 120-104 Washington Wizards

Miami Heat 101-98 Atlanta Hawks

Orlando Magic 97-73 New York Knicks

Golden State Warriors 111-107 Oklahoma City Thunder

Chicago Bulls 120-114 Charlotte Hornets

Milwaukee Bucks 106-102 Boston Celtics

Dallas Mavericks 115-109 Portland Trail Blazers

Denver Nuggets 107-104 Indiana Pacers

Utah Jazz 117-110 Los Angeles Lakers

Phoenix Suns 97-94 Sacramento Kings

Los Angeles Clippers 113-110 San Antonio Spurs

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×