Erlent

Tvö börn myrt af föður sínum í Danmörku

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Börnin voru sex og átta ára gömul, stúlka og drengur.
Börnin voru sex og átta ára gömul, stúlka og drengur. Vísir/AFP
Karlmaður á fimmtugsaldri myrti í gær tvö barna sinna á heimili sínu á Fjóni í Danmörku og framdi síðan sjálfsmorð. Frá þessu greina danskir miðlar og tala um fjölskylduharmleik. Börnin voru sex og átta ára gömul, stúlka og drengur, og þau fundust látin á heimili föðurins í bænum Stenstrup nærri Svendborg síðdegis í gær, eftir að ættingi hafði látið vita af áhyggjum sínum um að ekki væri allt með feldu.

Nágranni segir í samtali við Berlingske Tidende að maðurinn hafi fyrir tveimur árum skilið við barnsmóður sína en að auki eigi hann eldra barn með fyrstu konu sinni. Börnin sem hann myrtu gengu í skóla í Stenstrup og er flaggað í hálfa stöng þar í dag. Skammt er liðið frá því að svipað atvik átti sér stað í Danmörku, en þann nítjánda mars síðastliðinn myrti þrjátíu og fimm ára gamall maður í bænum Kolding tvö börn sín og framdi síðan sjálfsmorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×