Sport

Haraldur Nelson brjálaður: UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Haraldur Dean Nelson er allt annað en sáttur við UFC í dag.
Haraldur Dean Nelson er allt annað en sáttur við UFC í dag. mjölnir/sóllilja
Fréttirnar af risaniðurskurði Max Holloway fyrir bardaga helgarinnar gegn Khabib Nurmagomedov eru ekki til þess að kæta Mjölnismanninn Harald Dean Nelson.

Haraldur hefur verið ötull í baráttu sinni gegn óheilbrigðum niðurskurði í MMA-heiminum en virðist oft á tíðum tala fyrir daufum eyrum eins og fleiri.

Holloway er að keppa í flokki fyrir ofan sinn flokk en þarf samt að fara í mikinn niðurskurð. Galið myndu margir segja.





Haraldur segir á samfélagsmiðlum í dag að þetta sýni geðveikina sem fái að viðgangast í þessum málum í MMA-heiminum.

„Fjaðurvigtarkappi þarf að fara í massífan niðurskurð fyrir léttvigtarbardaga! Íþróttasambandið og UFC þarf að gera eitthvað í þessu NÚNA áður en einhver deyr,“ skrifar Haraldur en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann lætur í sér heyra á sömu nótum.

Þess má geta að tíu punda munur er á þyngdarflokkunum tveimur þannig að niðurskurður Holloway fyrir fjaðurvigtarbardaga er enn rosalegri.

Það sem meira er að þá er Holloway að jafna sinn erfiðasta niðurskurð og það á nokkrum dögum. Það er því alls ekkert víst að hann nái niðurskurði eða hreinlega haldi heilsu er kemur að bardaganum sjálfum. Við sjáum hvað setur í þessari viku.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×