Lífið

Ari Eldjárn ausinn lofi í áströlskum fjölmiðlum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ari Eldjárn túrar í Ástralíu.
Ari Eldjárn túrar í Ástralíu. visir/andri marínó
Grínistinn Ari Eldjárn kom fram á uppistandshátíð í Melbourne í Ástralíu á dögunum og er ítarlega fjallað um frammistöðu hans í miðlinum Herald Sun.

Þar fær Ari fjóra og hálfa stjörnu og segir gagnrýnandinn hann hafa veri eins og ferskur andblær á hátíðinni.

Sýning Ara gengur undir nafninu Pardon My Icelandic erlendis.

„Grínið er mjög gott og það er ótrúlega skemmtilegt að heyra Ara lýsa samlöndum sínum frá Íslandi,“ segir Michael Ward hjá Herald Sun.

Ara er sérstaklega hrósar fyrir það hvernig hann nálgast grín sitt um nágrannaþjóðir okkar. Þar talar hann um fulla Finna, óskiljanlega Dani og ríka Norðmenn.

Ari mætti í ástralska spjallþáttinn The Project á dögunum og fór þar algjörlega á kostum eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×