Fótbolti

Æfingavöllur stelpnanna illa farinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik Íslands og Hollands í Algarve bikarnum á sögunum. Sif Atladóttir fær harðar móttökur frá hollensku leikmönnunum.
Frá leik Íslands og Hollands í Algarve bikarnum á sögunum. Sif Atladóttir fær harðar móttökur frá hollensku leikmönnunum. Vísir/Getty
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Slóveníu í undankeppni HM á föstudaginn kemur en liðið er nú komið út og er í óða önn að undirbúa sig fyrir leikinn.

Íslenska liðið æfði í gær og framundan er síðan hefðbundinn dagur með æfingu og fundum. Ástandið á leikmannahópnum var gott, þrátt fyrir langt ferðalag daginn áður og tóku allir leikmenn þátt í æfingunni í gær. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu KSÍ.

Íslenski hópurinn er ekki alveg nógu ánægður með aðstæður sínar úti.  Æfingavöllurinn ber þess merki að veðurfarið hefur verið rysjótt á meginlandi Evrópu, völlurinn heldur illa farinn eftir mikla vætutíð.  

Á morgun verður svo æft á keppnisvellinum í Lendava, völlur sem tekur rúmlega tvö þúsund manns í sæti en íslenska liðið lék þar fyrir þremur árum.

Leikurinn fer fram á föstudaginn og hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×