Langflestir hafa veðjað á sigur Tiger Woods á Mastersmótinu

Tiger Woods er til alls líklegur á Mastersmótinu í golfi og það eru margir sem hreinlega búast við sigri hjá kappanum.
Tiger hefur ekki unnið risamót í tíu ár og vann Mastersmótið í fjórða og síðasta skiptið árið 2005.
Hjá 108 William Hill veðbankanum í Las Vegas þá eru næstum því tvöfalt fleiri sem hafa sett peningana á Tiger Woods en næsta mann.
Alls hafa ellefu prósent veðmála á sigurvegara á Mastersmótinu verið sett á Tiger Woods.
Næstir koma þeir Jordan Spieth og Rory McIlroy með sex prósent hlut en það má sjá efstu menn hér fyrir neðan.
Breakdown: Most heavily bet golfers to win the Masters at the 108 William Hill sportsbooks in Nevada. pic.twitter.com/dfbFZLA3K8
— Darren Rovell (@darrenrovell) April 4, 2018
Tiger hefur þegar afskrifað þær hrakspár með frábærri frammistöðu á síðustu mótum sínum og þó hann hafi ekki unnið mót ennþá þá hefur hann verið nálægt efstu mönnum.
Nú er komið að fyrsta risamóti ársins og fyrsta risamótinu eftir að Tiger náði sér af bakmeiðslunum. Hann hefur unnið fjórtán risamót á ferlinum og vantar fjóra sigra til að jafna met Jack Nicklaus.
Fyrsti hringur Mastersmótsins í ár fer fram í dag en útsending Golfstöðvarinnar hefst síðan klukkan 19.00.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.