Innlent

Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, ætlar að kannna hversvegna tvær stúlkur voru vistaðar í fangageymslu í vikunni.
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, ætlar að kannna hversvegna tvær stúlkur voru vistaðar í fangageymslu í vikunni.
Tvær stúlkur, 14 og 15 ára, voru vistaðar í fangageymslum fyrr í vikunni þar sem ekki var pláss fyrir þær í neyðarúrræði fyrir ungmenni með fíknivanda. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist en Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir embættið ætla að kanna málið.

„Þetta er náttúrulega mjög alvarlegt mál ef að börn eru vistuð í fangaklefa,“ segir Salvör. „Við ætlum að óska skýringa hversvegna þetta gerðist og hvernig skal bregðast við þessu. Við munum svo í framhaldinu athuga hvort gera þurfi eitthvað frekar í málinu.“

Sjá: „Unglingsstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði“

Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýndi í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær að fleiri úrræði væru ekki til staðar og segir að neyðarvistun sé notuð til að koma í veg fyrir að ungmennin fari sér að voða eftir að lögregla hefur fundið þau. En hún sé því miður ekki alltaf í boði.

„Í tíu skipti hefur ekki verið kostur á neyðarvistun fyrir unglingana. Neyðarvistun er neyðarúrræði og það er biðlisti eftir því. Aftur og aftur er ég að sækja krakka sem týnast sem eru að sprauta sig, fara með þau heim, þau fá ekki úrræði, þau strjúka, ég finn þau og svona gengur þetta þar til það er laust pláss. Við erum að tala um krakka sem eru þá í hættulegri neyslu á hörðum efnum í nokkra daga.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×