Körfubolti

Tuttugasta tímabilið hjá Dirk endaði snemma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Nowitzki.
Dirk Nowitzki. Vísir/Getty
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki er komin í „sumarfrí“ frá NBA-deildinni í körfubolta en hann mun ekki spila fleiri leiki með Dallas Mavericks á leiktíðinni.

Nowitzki ákvað að fara í aðgerð á vinstri ökkla til að auka líkurnar á að hann geti komið aftur á næsta tímabili. Það yrði tímabil númer 21 hjá honum í NBA.

Dallas Mavericks hefur aðeins unnið 24 af 79 leikjum sínum á tímabilinu og á ekki möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Þrír síðustu leikirnir verða á móti Detroit Pistons, Philadelphia 76ers og Phoenix Suns.



Dirk Nowitzki heldur upp á fertugsafmælið sitt um miðjan júní í sumar en hann hefur spilað með liði Dallas Mavericks frá árinu 1998.

Nowitzki lék 77 leiki með liðinu á þessu tímabili og var með 12,0 stig og 5,7 fráköst að meðaltali í leik. Hann hitti úr 45,6 prósent skota utan af velli og 89,8 prósent vítanna.

Dirk Nowitzki skoraði 1,8 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik á þessu tímabili sem er hæsta meðaltal hans í þristum síðan tímabilið 2002 til 2003. Dirk var þá með 1,9 þriggja stiga körfur að meðaltali.

40,9 prósent þriggja stiga nýting Dirk Nowitzki var líka hans besta síðan 2012-13 tímabilið. Karlinn var því sjóðheitur fyrir utan þriggja stiga línuna á sínu tuttugasta tímabili.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×