Körfubolti

Sjáðu þegar ESPN skipti í auglýsingar í miðri lokasókn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lakers-maðurinn Kentavious Caldwell-Pope treður í körfuna.
Lakers-maðurinn Kentavious Caldwell-Pope treður í körfuna. Vísir/Getty
Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs mættust í æsispennandi leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en ESPN klúðraði útsendingu sinni frá leiknum á úrslitastundu.

Það var mikið talað um það hér á Íslandi þegar RÚV skipti yfir í auglýsingar í miðjum fagnaðarlátum íslenska landsliðsins í fótbolta en ESPN gerði gott betur en það.

Leikurinn var nefnilega ekki búinn þegar einhverjum starfsmanni ESPN datt í hug að skipta í auglýsingar.

Staðan var þá jöfn, 108-108, leiktíminn að renna út og lokasókn Lakers liðsins í miðjum gangi.

Hér fyrir neðan má sjá þetta klúður hjá ESPN.







Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig lokasóknin gekk fyrir sig en NBA hafði vit á því að skella henni inn á Twitter fyrir pirraða ESPN áhorfendur.







Los Angeles Lakers náði ekki að nýta þessa síðustu sókn sína og því varð að framlengja leikinn. Þar hafði Lakers betur, 122-112.
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×