Sport

Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hvað gengur Conor eiginlega til spyrja menn sig í kvöld?
Hvað gengur Conor eiginlega til spyrja menn sig í kvöld? vísir/getty
Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum.

Það var tilkynnt formlega í dag að hann verði orðinn titlalaus á laugardaginn er Khabib Nurmagomedov og Max Holloway berjast um léttvigtarbeltið hans.

Conor var mættur til þess að styðja vin sinn Artem Lobov sem er að berjast á bardagakvöldinu. Þeir misstu sig allir í Barclays Center og þá aðallega Conor.





Þeir eru sagðir hafa ráðist að bíl með bardagaköppum innanborðs. Sparkað í hann og kastað stólum að honum. Líklega var Khabib og hans lið í bílnum en honum lenti víst saman við Lobov á hóteli UFC-kappanna á þriðjudag.

Á myndbandinu hér að ofan sést Conor kasta öryggishliði baksviðs í Barclays Center og láta öllum illum látum. Hann stakk svo af og er búið að gefa út handtökuskipun á Írann. Lögreglan leitar hans nú en hér að neðan má sjá þá stinga af inn í svartan bíl.





Í öllum þessum átökum í kvöld fékk einn af bardagaköppum kvöldsins, Michael Chiesa, skurð á hausinn og óvissa með hans þátttöku í kvöldinu.

Dana White, forseti UFC, gaf það svo út rétt áðan að Lobov fengi ekki að berjast á laugardag þar sem hann tók þátt í þessum látum í kvöld. White sagði enn fremur frá því að það væri búið að gefa út handtökuskipun á Conor. Það verða því frekari læti í New York í kvöld.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×