Golf

Ævintýralegt klúður Garcia │ Fimm skot beint í vatnið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Garcia tekur hér teighögg á 13. holunni á Augusta árið 2002. Umkringdur azalea-blómunum sem nú bera nafn dóttur hans.
Garcia tekur hér teighögg á 13. holunni á Augusta árið 2002. Umkringdur azalea-blómunum sem nú bera nafn dóttur hans. vísir/getty

Sergio Garcia getur gleymt þeim draumi að vinna Mastersmótið tvö ár í röð. Það er afrek sem aðeins þrír kylfingar hafa gert í sögunni og eftir daginn í dag þarf Garcia kraftaverk til að leika það eftir.

Garcia, sem vann mótið í fyrra, átti í erfiðleikum strax frá upphafi og var tveimur höggum yfir pari þegar hann mætti á teiginn á 15. holu. Þegar hann mætti á 16. teig var hann kominn á 10 högg yfir par.

Hann sló par 5 holuna á 13 höggum þar sem hann hitti fimm skot í röð beint í vatn. Þrettán höggin eru jöfnun á meti yfir hæsta skor á einni holu á Mastersmótinu.
Martröð Garcia varð enn verri á þeirri staðreynd að hann þurfti 20 högg til að fara þessa sömu holu á fjórum hringjum fyrir ári síðan.


 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.