Innlent

Hættulegur sýruleki hjá Össuri

Gissur Sigurðsson skrifar
Sprunga kom á 160 lítra tunnu, sem innihélt saltpéturssýru.
Sprunga kom á 160 lítra tunnu, sem innihélt saltpéturssýru. Vísir/Stefán
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað húsnæði Össurar á Grjóthálsi á tólfta tímanum í gærkvöldi, vegna hættulegs sýruleka. Þar hafði sprunga komið á 160 lítra tunnu, sem innihélt saltpéturssýru, en bæði sýran sjálf og eiturgufur frá henni eru stór hættuleg.

Slökkviliðsmenn í eiturefnabúningum fóru inn í rýmið þar sem tunnan var, og voru þeir fram undir klukkan tvö í nótt að stöðva lekann og hreinsa allt upp. Að sögn slökkviliðsins voru aðstæður allar með besta móti, sem kom í veg fyrir að verr færi. Ekki liggur fyrir hvers vegna gat kom á sýrutunnuna.
 
 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×