Erlent

Bollywoodleikari dæmdur til fimm ára fangelsisvistar

Gunnar Reynir Valþórsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Salman Khan mætir fyrir réttinn í Jodhpur.
Salman Khan mætir fyrir réttinn í Jodhpur.
Ein skærasta kvikmyndastjarna Indlands, Bollywoodleikarinn Salman Khan hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir veiðiþjófnað árið 1998. Dómstóllinn dæmdi hann einnig til sektar, en þó aðeins til að greiða um fimmtán þúsund krónur en Khan felldi tvo hirti sem voru friðaðir í héraðinu Rajisthan þar sem hann var við kvikmyndatöku.

Fjórir aðrir leikarar sem voru með honum í myndinni voru einnig ákærðir en þeir voru allir sýknaðir af ákærum. Khan, sem er fimmtíu og tveggja ára og ein stærsta stjarna Indlands, getur afrýjað til hærra dómstigs en sérfræðingar segja þó ljóst að hann muni í það minnsta þurfa að sitja inni í nokkurn tíma.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Khan kemst í kast við lögin. Hann hefur til að mynda tvívegis verið sýknaður, árið 2015 tókst ekki að sanna að hann hafi ekið á heimilislausan mann, með þeim afleiðingum að hann lést, og árið 2016 var hann sýknaður í öðru veiðiþjófnaðarmáli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×