Formúla 1

Rússar vilja mæta með skiltastelpur | Við eigum sætustu stelpurnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá rússneska skiltastelpu að störfum.
Hér má sjá rússneska skiltastelpu að störfum. vísir/getty

Það vakti misjafnar undirtektir þegar forráðamenn Formúlu 1 tilkynntu fyrir tímabilið að ákveðið hefði verið að hætta með skiltastelpurnar í íþróttinni.

Stelpurnar hafa gengt því hlutverki að halda uppi skilti með númeri hvers keppanda og taka á móti ökuþórunum sem komast á verðlaunapall. Forráðamönnum Formúlunnar fannst ekki lengur við hæfi að vera með þær árið 2018.

„Þrátt fyrir að skiltastelpur hafi verið hluti af Formúlu 1 í áratugi þá finnst okkur að þessi hefð sé ekki í takt við þau gildi sem við viljum tileinka okkur né við nútímasamfélag,“ sagði Sean Bratches, markaðsstjóri Formúlunnar, á þeim tíma.

Skiltastelpurnar sjálfar voru mjög ósáttar við þessa ákvörðun og í könnun BBC kom fram að meirihluti ökuþóra vildi vera áfram með skiltastelpurnar.

Rússar eru líka ósáttir við þessa ákvörðun og vilja vera með stelpur í rússneska kappakstrinum.

„Það eiga að vera skiltastelpur í rússneska kappakstrinum því við eigum sætustu stelpurnar,“ sagði helsti skipuleggjandi Formúlunnar í Rússlandi.

Rússneski kappaksturinn fer fram í Sotsjí 30. september og verður áhugavert að sjá hvað Rússarnir gera.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.