Sport

Fimmta lotan: Yrði stærsti sigur Gunna á ferlinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pétur Marinó og Bjarki "The Kid“ eru í stuði í þættinum.
Pétur Marinó og Bjarki "The Kid“ eru í stuði í þættinum.
Í nýjasta þætti Fimmtu lotunnar, sem er Vísisútgáfa af Búrinu á Stöð 2 Sport, er meðal annars rætt um komandi bardaga Gunnars Nelson og einnig hvort það sé sérstaklega vond lykt af Gunnari.

Henry Birgir Gunnarsson stýrir þættinum og gestir hans að þessu sinni eru þeir Pétur Marinó Jónsson og Bjarki Ómarsson.

Gunnar mun mæta Neil Magny í Liverpool þann 27. maí næstkomandi en bardagi þeirra er næststærsti bardagi kvöldsins. Magny er í níunda sæti á styrkleikalista UFC á meðan Gunnar situr í þrettánda sæti.

„Ég er mjög sáttur. Þetta er fullkominn bardagi og akkúrat það sem ég vildi fá fyrir Gunna. Þetta er gott „match up“ fyrir Gunna,“ segir Pétur Marinó.

„Þetta er topp tíu gæi og hefur verið það í svolítinn tíma. Ef Gunni vinnur hann þá er hann strax kominn á topp tíu og aftur í umræðuna. Þetta yrði stærsti sigur hans á ferlinum og ég tel líklegt að Gunni vinni hann.“

Strákarnir spá líka aðeins í því hvort það sé vond lykt af Gunna í búrinu en Bandaríkjamaðurinn Brandon Thatch sagði á dögunum að það væri rosalega vond lykt af okkar manni er þeir börðust á sínum tíma.

Einnig er rætt ítarlega um bardaga Darren Till og Stephen Thompson sem eru í aðalbardaga kvöldsins í Liverpool.

Horfa má á þáttinn hér að neðan.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×