Tónlist

Between Mountains, Daði Freyr og Emmsjé Gauti á Bræðslunni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Það verður eitthvað fyrir alla á Bræðslunni í lok júlí.
Það verður eitthvað fyrir alla á Bræðslunni í lok júlí.
Tónlistarhátíðin bræðslan fer fram í fjórtánda skipti í sumar og fara Bræðslutónleikarnir fram laugardagskvöldið 28. júlí. 

Between Mountains, Atómstöðin, Emmsjé Gauti, Agent Fresco og Daði Freyr munu skemmta Bræðslugestum þetta árið, en eins og áður hefur komið fram munu Sigga og Grétar og félagar í Stjórninni einnig stíga á stokk.

„Við reynum að bjóða upp á fjölbreyttan hóp listafólks því að við viljum fá fjölbreyttan hóp gesta. Í hópnum eru ungt listafólk og líka eldri kempur, þarna er rapp, raftónlist, rokk og popp og þarna geta líka einhverjir fundið nostalgíu sem er skemmtileg í bland við nýmetið,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, skipuleggjandi Bræðslunnar.

Sem fyrr er tenging við Austurlandið og í þetta skipti er það Borgfirðingurinn Óli Rúnar sem spilar á gítar í Atómstöðinni.

„Alltaf er líka einhver tenging við Austurlandið, í þetta skiptið er það frændi okkar og Borgfirðingurinn Óli Rúnar sem leikur á gítar í Atómstöðinni.“

Skipuleggjendur hátíðarinnar eru í þokkabót búnir að skrifa undir nýjan tólf ára samning svo að gleðin heldur áfram á Borgarfirði eystri næstu ár.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×