Enski boltinn

Selma Sól byrjar á móti Slóveníu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Selma Sól Magnúsdóttir.
Selma Sól Magnúsdóttir. Vísir/Getty
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, hefur valið byrjunarlið sitt fyrir leikinn á móti Slóveníu í undankeppni kvenna í fótbolta.

Blikastúlkan Selma Sól Magnúsdóttir er í byrjunarliðinu en þetta er í fyrsta sinn sem hún byrjar keppnisleik. Þetta er aðeins landsleikur númer fimm hjá henni.

Selma Sól er fædd 23. apríl 1998 og heldur því upp á tvítugafmælið sitt eftir nokkra daga. Hún er þó ekki yngsti leikmaður byrjunarliðsins því hin átján ára Agla María Albertsdóttir er einnig í liðinu.

Leikurinn fer fram á Sportni Park Lendava í Slóveníu og hefst klukkan 15:00.

Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu:

Guðbjörg Gunnarsdóttir (Markvörður)

Sif Atladóttir

Glódís Perla Viggósdóttir

Ingibjörg Sigurðardóttir

Selma Sól Magnúsdóttir

Hallbera Guðný Gísladóttir

Rakel Hönnudóttir

Sara Björk Gunnarsdóttir (Fyrirliði)

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Agla María Albertsdóttir

Fanndís Friðriksdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×